Greiðslur og verð
Allar greiðslur fara í gegnum öruggt vefsvæði Borgunar, netgíró, pei eða millifærslu.
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Eftir greiðslu á pöntun fær kaupandi staðfestingu í tölvupósti.
Allar pantanir eru að jafnaði afgreiddar næsta virka dag.
Sendingarmáti
Pantanir eru sendar með HP Flutningum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Sendingar út á land fara með Íslandspósti og gilda almennir afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
HP Gámar taka enga ábyrgð á vörum eftir að þær hafa verið póstlagðar.
Sendingartími er 2-4 dagar að jafnaði.
HP Gamar ábyrgist ekki að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur, í þeim tilfellum þar sem merkingum er ábótavant mun Íslandspóstur senda pöntunina til baka og tilfallandi kostnaður leggst á kaupanda.
Skilafrestur eða endurgreiðsla
Skilafrestur pantana er 14 dagar frá kaupdegi og skal ósk um skil berast með tölvupósti á verslun@hpgamar.is .
Einungis er hægt að skila vörum sem eru ónotaðar og/eða enn í upprunalegum umbúðum.
Endurgreiðsla fer fram þegar varan er komin aftur í hendur seljanda.
Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Frí heimsending er boðin um allt land ef verslað er fyrir 20.000 kr eða meira.
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan kostnað vegna heimsendingu.
Persónuupplýsingar og trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Varnarþing
Viðskipti við HPGamar.is er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.
Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.