Almennt sorp
Í þennan flokk er settur allur úrgangur sem fellur ekki í aðra úrgangsflokka þ.e. það sem mætir afgangi. Almennt sorp er pressanlegur og urðanlegur úrgangur.
Hér eru dæmi um úrgang sem fer í almennt sorp:
- Sóttvarnarúrgangur (grímur, hanskar o.s.frv.)
- Óhreinsanlegar umbúðir
- Samsettar umbúðir
- Tyggjó
Hér eru dæmi um úrgang sem fer í almennt sorp:
- Spilliefni
- Járn
- Annar flokkanlegur úrgangur
Lífrænt
Í þennan flokk fara allar matarleifar.
Hér eru dæmi um lífrænan úrgang:
- Kjöt
- Brauð
- Ávaxtahýði
- Bein
- Kaffi
- Eldhúspappír
- Eggjaskurn
- Tannstönglar (úr tré)
- Tepokar (án plasts)
Bylgjupappi
Í þennan flokk er settur allur bylgjupappi. Hann má þekkja af bylgjum sem sjást ef brúnir hans eru skoðaðar. Engin önnur tegund af pappa/pappír má fara í bylgjupappakarið.
Það er í lagi að bylgjupappinn sé áprentaður, álímdur, plastshúðaður og litsterkur, en hann verður að vera laus við matarleifar og aðskotahluti.
Pappír
Í þennan flokk fer allur pappír sem flokka má sem skrifstofupappír. Pappírinn fer beint í plastkarið án allra umbúða svo sem poka. Það þarf ekki að fjarlægja hefti úr pappírnum.
Hér eru dæmi um slíkan úrgang:
- Skriftstofupappír (slétt blöð)
- Dagblöð
- Post it miðar
- Umslög
- Bæklingar
Fernur og sléttur pappi
Þetta eru umbúðir úr sléttum pappa. Þær mega ekki innihalda matarleifar og þurfa að vera ómengað af öðrum efnum. Úrgangurinn fer beint í tunnuna án umbúða (svo sem plastpoka).
Hér eru dæmi um slíkan úrgang:
- Karton pappi
- Fernur
- Kex- og morgunkornspakkar
- Pappamál
Blandað plast
Í þennan flokk fer blandað plast en það má vera bæði mjúkt og hart plast.
Dæmi um blandað plast:
- Plastumbúðir
- Frauðplast
- Plast pokar
- Flöskur
Grófur úrgangur
Í þennan flokk er settur ýmis framkvæmdaúrgangur.
Dæmi um grófan úrgang:
- Timbur
- Gólfdúkur
- Plaströr
- Steinefni (múrbrot, flísar, postulín o.s.frv.)
Hér eru dæmi um úrgang sem má ekki fara í grófan úrgang:
- Járn (stærri bitar)
- Spilliefni
Málmar
Allir hreinir málmar fara í þennan flokk. Þeir fara beint í karið og þurfa að vera án matarleifa.
Hér eru dæmi um slíkan úrgang:
- Niðursuðudósir
- Álpappír
- Krukkulok úr málm
- Eldhúsáhöld úr málm