menu

Kurlari

HP Gámar eiga einn öflugasta færanlega kurlara landsins og geta þannig boðið fyrirtækjum og sveitarfélögum upp á þjónustu hvar sem er á landinu. Við komum og kurlum hjá þér. Kurlarinn er af Husmann gerð og getur kurlað hvaða timbur og trjágróður sem er.

Gerum tilboð í kurlun fyrir einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög hvar sem er á landinu. Við komum til þín og kurlum efnið, hvort sem það eru tré, trégreinar eða timbur án aðskotahluta. Við getum kurlað beint ofan í gáma eða stórar hrúgur.